Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilorð fyrir að skalla
Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 15:13

Skilorð fyrir að skalla

Kona búsett í Reykjanesbæ var í gær dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu skaðabóta fyrir að hafa sl. nýársnótt skallað aðra konu í andlitið með þeim afleiðingum að nefbraut hlaust af.

Atburðurinn átti sér stað á salerni eins skemmtistaðarins á Hafnargötu en ákærða neitaði staðfastlega sök þrátt fyrir að vitni styddu framburð kæranda. Hún sagðist hafa verið farin af staðnum þegar árásin átti að hafa átt sér stað og í raun aldrei farið inn á salerni staðarins.
í dómnum segir að ákærða hafi sagt, aðspurð um afstöðu sína til vitnisburða um að hún hafi ráðist á kæranda, að hún hafi ekki skýringu á þessu, nema að hún telji hugsanlegt að stúlka lík henni í Keflavík hafi verið þarna að verki, en það hafi komið fyrir að henni væri ruglað saman við einhverja aðra stúlku í Keflavík. Aðspurð um hvað hún segi um frásagnir kæranda og vitna af atvikinu, segir hún að þar hljóti að vera um misskilning að ræða.

Dómurinn taldi nægilega sannað að ákærða hefði sannarlega skallað kæranda og refsing hæfilega ákvörðuð 30 daga fangelsi, en þar sem ákærða hefur ekki áður gerst sek um refsiverðan verknað, þykir rétt að skilorðsbinda dóminn til þriggja ára.

Einnig var ákærðu gert að greiða brotaþola skaðabætur að upphæð 132.582 krónur ásamt vöxtum, auk þess sem hún þarf að greiða málsvarnarlaun og sakarkostnað, samtals að upphæð rúmlega 200.000 kr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024