Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilafrestur í sönglagakeppni Ljósanætur framlengdur
Miðvikudagur 16. júní 2004 kl. 12:32

Skilafrestur í sönglagakeppni Ljósanætur framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafresti í sönglagakeppni Ljósanætur 2004 til 25. júní 2004.

Eins og kunnugt er efnir Reykjanesbær til árlegrar sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur . Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt, sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert. Það er þó ekki skilyrði að yrkisefnið verði Ljósanóttin sjálf.

Verkinu skal skilað á skrifstofu menningarfulltrúa, Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ fyrir 25. júní 2004.

Laginu skal skilað undir dulnefni á geisladiski eða hljómsnældu og textanum á blaði, en rétt nafn skal fylgja með í lokuðu umslagi.

Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á heimasíðunni reykjanesbaer.is.

1. verðlaun kr. 400.000
2. verðlaun kr. 150.000
3. verðlaun kr. 100.000

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024