Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilaboðin eru skýr, segir oddviti H-listans í Vogum
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 02:27

Skilaboðin eru skýr, segir oddviti H-listans í Vogum

Meirihluti H-lista í Vogum er fallinn eftir 16 ára stjórnarsetu en E-listinn vann nokkuð sannfærandi sigur og hlaut fjóra bæjarfulltrúa af sjö.

„Þetta er mikil ánægja og gleði, ég er stoltur af mínu fólki. Það var lögð gríðarlega mikil vinna í þetta framboð, málefnastaðan er sterk og við komum okkar skilaboðum sterkt til skila“, sagði Birgir Örn Ólafsson, oddviti E-listans í samtali við VF í kvöld þegar úrslit lágu fyrir.

„Þetta eru vissulega mjög mikil vonbrigði og við verðum að taka þeim. Skilboðin eru skýr og íbúar í Vogum hafa valið. Niðurstaðan er þessi og að sjálfsögðu lútum við henni“, sagði Inga Sigrún Atladóttir, sem skipar 1. sæti H-listans í Vogum.

Mynd: Stuðningsfólk E-listans hafði ástæðu til að fagna í kvöld. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024