Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skil vonbrigði minnihlutans - Rök hins ráðþrota manns
Miðvikudagur 21. maí 2008 kl. 13:45

Skil vonbrigði minnihlutans - Rök hins ráðþrota manns

„Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að reyna ræða þetta við minnihlutann eina ferðina enn. Umræðan af þeirra hálfu um ársreikninga og fjárhagsáætlanir er alltaf með sama hætti[…]Ef þetta hefði ekki verið svona og ef þetta hefði verið hinsegin, þá hefði staðan verið þessi. Ef ekki hefði komið til sala á þessu þá hefði niðurstaðan verið önnur[…] Það er endalaust hægt að vera með vangaveltur og þetta eru vangavelturnar sem minnihlutinn kemur með ár eftir ár eftir ár.

Það er aðeins ein tala sem skiptir máli í þessu og það er niðurstaðan í ársreikningnum þegar allir liðir hafa verið teknir til. Í þessum ársreikningi er afkoman mjög góð. Ég skil vel vonbrigði minnihlutans að þurfa að reyna gagnrýna þennan ársreikning […] það er auðvitað dapurlegt fyrir minnihlutann að standa hér í pontu og reyna að gagnrýna ársreikning sem sýnir 2ja milljarða afgang og 2,5 milljarða afgang þegar teknir eru saman A og B hlutar en þetta er einfaldlega niðurstaðan sem minnihlutinn þarf að standa frammi fyrir þetta árið,“ sagði Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi D-lista og formaður bæjarráðs m.a. á fundinum í gær þegar ársreikningur Reykjanesbæjar kom til seinni umræðu.


Rök hins ráðþrota manns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta eru rök hins ráðþrota manns,“ svaraði Guðbrandur Einarsson (A) þegar hann svaraði orðum Böðvars Jónssonar.
„Ég ætla bara að minna ykkur á að á síðasta bæjarstjórnarfundi, þá óskaði ég eftir því að Böðvar Jónsson kæmi hér upp og svaraði tveimur spurningum. Hann kaus að svara þeim ekki þegar ég spurði hvort hagnaður sveitarsjóðs væri til kominn vegna sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja, já eða nei. Og síðan spurði ég: Væri tap á sveitarsjóði ef ekki hefði komið til sala á hlut í Hitaveitu Suðurnesja, já eða nei. Bæjarfulltrúinn Böðvar kaus að svara ekki þessari spurningu,“ sagði Guðbrandur.

Tengdar fréttir:

Ársreikningur Reykjanesbæjar 2007 staðfestur
Taprekstur fjármagnaður með sölu eigna