Skessuhellir við smábátahöfnina
Framkvæmdir við Skessuhellinn, við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík, eru hafnar. Búið er að laga veginn að Svartahelli og undirbúningur fyrir gólfið í hellinum komin vel á veg. Hleðsla á veggjum hellisins verður lokið kringum 23. júlí nk. Skessuhellirinn verður vígður á Ljósanótt 6. september kl. 15:00.
Verkefnastjóri verkefnisins er Tómas Knútsson. Verkefnið hófst um miðjan júní, margir koma að verkefninu m.a. hópur frá vinnuskóla RNB.
Það er Norðanbál sem útfærir hugmyndina um heimili Skessunnar.
Fjölmargir sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum taka þátt í að safna grjóti í gólf hellisins. Sjálfboðaliðarnir koma frá ýmsum löndum og má þar meðal annars nefna Kóreu, Bandaríkjunum, Ísrael, Ástralíu og mörgum löndum Evrópu. i[email protected]