Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skessan í fjallinu eignast heimili í Reykjanesbæ
Mánudagur 26. maí 2008 kl. 18:12

Skessan í fjallinu eignast heimili í Reykjanesbæ

Sögur Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna í fjallinu öðlast líf í Reykjanesbæ í sumar þegar skessan mun eignast heimili til framtíðar við smábátahöfnina í Gróf. Byggt verður myndarlega yfir skessuna og þar mun skapast ævintýraveröld fyrir börn. Heimili skessunnar verður formlega opnað á Ljósanótt í Reykjanesbæ í september nk. en framkvæmdin var kynnt fyrir helstu fjölmiðlum í dag.


– Nánar um heimili skessunnar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Myndir: Heimili skessunnar verður við smábátahöfnina í Grófinni, þar sem skessan mun meðal annars hengja út nærföt sín eftir stórþvotta eins og sjá má. Snúrustaurarnir verða símastaurar af stærstu gerð. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024