Skessan flutt í bæinn og tröllin komu í heimsókn
Tugþúsundir sóttu Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ í dag og nutu tónlistar, menningar og stemmningar í sannkallaðri veðurblíðu. Einn af hápunktum ljósanætur verður svo flugeldasýning í kvöld.
Dagskráin byrjaði með maraþoni í morgun og opnun sýninga um allan bæ, en um hádegi fór fram hin stór skemmtilega árganga niður aðal götu bæjarins þúsundir manna sem sameinuðust undir merkjum síns árgangs. Mótorhjól og gamlir bílar vöktu athygli, sterkir menn í hálandaleikjum og til þess að toppa þetta allt var veðurblíðan.
Skessan í fjallinu er hins vegar flutt í helli við smábátahöfnina í Gróf og hún var í sviðsljósinu í dag.
- Sjá pistil í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.