Skessan býður í lummur
Skessan í Skessuhelli býður í rjúkandi lummur á morgun, laugardaginn 2. september. „Nú þarf ég að dusta rykið af stóru uppskriftabókinni minni því ég ætla að hræra í stóra lummusoppu fyrir ljósanótt. Ég býð ykkur öll velkomin í hellinn minn þar sem ég mun bjóða upp á gómsætar lummur með sykri. Nammi namm, enda er líka laugardagur, þá má fá sér gotterí.“