ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Skessan bíður eftir heimsóknum
Föstudagur 21. nóvember 2008 kl. 15:29

Skessan bíður eftir heimsóknum


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Svo virðist sem Skessan í fjallinu sé komin í hátíðarskap en glöggir vegfarendur hafa tekið eftir að upp er komið jólakerti við helli hennar í Grófinni.
Það er greinilegt að það er hugur í kellu enda á hún von á fjölda manns í heimsókn á morgun þegar hún býður til barnahátíðar í Reykjanesbæ. Því er ekki seinna vænna að færa hellinn í hátíðarbúning en svo skemmtilega vil til að starsfmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar eru nú í óðaönn að setja upp jólaskreytingar í bænum en kveikt verður á þeim á morgun við upphaf barnahátíðarinnar, viku á undan áætlun.

Það ætti því margt að gleðja lítil hjörtu á morgun, bæði skemmtileg viðfangsefni og svo skína jólaljósin skært.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25