Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skert þjónusta og uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 09:40

Skert þjónusta og uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks

Ef ekki verði gerð leiðrétting á fjárlögum til HSS

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi telur að alvarleg staða muni koma upp ef ekki verði gerð leiðrétting á fjárlögum ársins 2014 til HSS. Segir hún að stofnunin muni ekki geta sinnt hlutverki sínu á viðunandi hátt sem muni leiða til skertrar þjónustu og fjölda uppsagna heilbrigðisstarfsfólks.

„HSS er einn af hornsteinum samfélaganna á Suðurnesjum traust og örugg þjónusta stofnunarinnar er nauðsynleg fyrir góð búsetuskilyrði á svæðinu. Því kemur ekkert annað til greina að mínu mati en að þingmenn kjördæmisins standi saman að kröfum um breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið sem verði til þess að þjónusta við íbúa verði ekki skert frá því sem nú er. Í fjárlögum ársins 2013, sem samþykkt voru síðla árs 2012, var ekki gert ráð fyrir niðurskurði á rekstri heilbrigðisstofnana. Þvert á móti var byrjað að gefa til baka meðal annars til geðheilbrigðismála á HSS,“ segir þingmaðurinn. Hún segist ætla að styðja aukin fjárframlög til HSS. Hins vegar hefur hún ekki mikla trú á því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn fjárlagafrumvarpinu. „Það væri í raun yfirlýsing um vantraust þeirra á ríkisstjórninni þar sem frumvarpið er helsta stefnuplagg hennar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024