Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Skert sumarstarfssemi á fæðingarhluta ljósmæðravaktar HSS
Föstudagur 4. maí 2018 kl. 11:46

Skert sumarstarfssemi á fæðingarhluta ljósmæðravaktar HSS

Þjónusta á fæðingarhluta ljósmæðravaktar HSS verður skert í einn mánuð í sumar, dagana 7. júlí til 7. ágúst, vegna sumarfría og skorts á ljósmæðrum. Á þessum tíma verður Ljósmæðravaktin opin frá kl. 8.00 á morgnana til kl. 22.00 á kvöldin virka daga en um helgar verður ljósmóðir á bakvakt frá kl. 8.00 – 22.00.
 
Þjónustufyrirkomulag á Ljósmæðravakt HSS dagana 7. júlí til 7. ágúst:
 
Virka daga
 
Kl. 8.00 - 16.00 sinnir ljósmóðir mæðravernd en einnig göngudeildarþjónustu og neyðarþjónustu ef nauðsyn krefur.
 
Kl. 16.00 - 22.00 verður ljósmóðir á vakt til þess að sinna almennri göngudeildarþjónustu ásamt því að sinna neyðarþjónustu.
 
Um helgar
 
Kl. 8.00 - 22.00 verður ljósmóðir á bakvakt sem sinnir bráðaþjónustu og göngudeildarþjónustu sem getur ekki beðið fram að mánudag.
 
Verðandi mæður og feður fá frekari upplýsingar hjá ljósmæðrum ljósmæðravaktar.
 
Ef um bráðatilvik er að ræða skal leita til slysa- og bráðamóttöku HSS.
Public deli
Public deli