Skemmtilegar sólsetursmyndir við upphaf Ljósanætur
Ágæt veðurspá fyrir næstu daga
Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi í gærkvöldi og kvöldsólin sýndi skemmtilega takta á milli skýjanna og tók svo á móti Suðurnesjamönnum með brosi í morgun þegar Ljósanótt 2014 gengur í garð. Búist er við hægviðri í dag og á morgun og björtu veðri en möguleikar eru á einhverri smá bleytu á laugardag og sunnudag. Útlitið er því gott fyrir stærstu hátíð ársins á Suðurnesjum og eina stærstu bæjarhátíð landsins.
Okkar maður í háloftunum, hann Einar Guðberg Gunnarsson, var með myndavélina á lofti þegar sólin var að setjast. Hann sendi okkur þessar flottu myndir sem hann tók í gærkvöldi.