Skemmtiferðaskip í Keflavíkurhöfn
Skemmtiferðaskip eru ekki algengir gestir í Keflavíkurhöfn. Eitt slíkt hafði þó viðkomu í gærmorgun þegar Ocean Endeavour hafði viðkomu í höfninni í um þrjár klukkustundir.
Skipið er gert út á siglingar um norðurslóðir og er aðallega með ferðamenn við Grænlandsstrendur. Hingað kom skipið þó til að hleypa ferðamönnum í land svo þeir kæmust í skoðunarferðir með rútum.
Þegar farþegarnir voru farnir frá borði var aftur haldið frá bryggju en næst sást til skipsins við bryggju í Reykjavík.
Ocean Endeavour er um 130 metra langt skip en höfnin í Keflavík gæti tekið við um 150 metra löngu skipi. Flest skemmtiferðaskip sem koma til landsins eru hins vegar um og yfir 200 metrar og því ráða hafnarmannvirki Reykjaneshafnar ekki við skip af þeirri stærðargráðu.
Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir af komu skipsins með flygildi þegar það kom til hafnar um kl. 06 í gærmorgun, laugardagsmorgun.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Sjórinn við Keflavík hefur verið áberandi grænn síðustu daga. Skipið rótaði upp leir í höfninni sem varð vel sýnilegur í grænum sjónum.
Sjórinn við Keflavík hefur verið áberandi grænn síðustu daga. Skipið rótaði upp leir í höfninni sem varð vel sýnilegur í grænum sjónum.