Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 9. ágúst 2002 kl. 21:05

Skemmtibátur tekur niðri á Eyrinni við Sandgerði

Skemmtibáturinn Sif tók niðri á Eyrinni við Sandgerði á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitinni Sigurvon var tilkynnt um óhappið þegar klukkuna vantaði þriðjung í átta. Fyrstu björgunarmenn voru komnir að skemmtibátnum um 15 mínútum síðar. Bátinn hafði þá rekið nokkuð en hann varð vélarvana þegar hældrif brotnaði í grynningum við Eyrina.Björgnarbáturinn Siggi Guðjóns tók Sif í tog til Sandgerðis og voru bátarnir komnir að bryggju um klukkustund eftir að útkall barst. Þar tók lögreglan á móti bátsverjum sem voru að ljúka hringsiglingu um Ísland en ferðinni var heitið til Reykjavíkur. Ekkert amaði að fólkinu um borð og það var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir óhappið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024