Skemmdur á stefni
Hraðfiskibátur skemmdist mikið þegar hann steytti á skeri í innsiglingunni í Sandgerðishöfn nú síðdegis.
Leki kom að bátnum og voru björgunarsveitarmenn frá Sigurvon kallaðir á vettvang með dælubúnað. Báturinn var svo hífður upp á þurrt en töluverðar skemmdir voru á framanverðum skrokk bátsins, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
VF-mynd: Hilmar Bragi