Skemmdir unnar á gróðri við Fífumóa
Svo virðist sem skemmdarfýsn hafi gripið einhverja einstaklinga í Fífumóanum og saklausar plöntur á rólóvellinum hafi orðið fyrir barðinu á þeim. Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur segir þetta vera einstaklega dapran endi fyrir þessar plöntur því mörg ár hafi tekið fyrir þær að vaxa og dafna.
„Hvort sem um börn, unglinga eða fullorðið fólk er að ræða þykir mér alveg ótrúlegt ef umhverfisvitund sé ekki meiri en þetta,“ segir Berglind. Hún segir jafnframt að brýnt sé að foreldrar tali við börnin sín og geri þeim ljóst um hverskonar verðmæti er að ræða þegar kemur að gróðri og kenni þeim að ganga um bæinn sinn af virðingu. „Bærinn okkar, ábyrgðin okkar,“ segir á skilti hér við bæinn og hvet ég alla til að hafa það í huga þegar gengið er um bæinn,“ sagði Berglind að lokum.