Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir unnar á grindverki í Grindavík
Laugardagur 7. janúar 2006 kl. 13:05

Skemmdir unnar á grindverki í Grindavík

Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverk á girðingu við Efstahraun í Grindavík í gær. Hefur grindverkið verið skemmt smátt og smátt frá því í nóvember s.l. Gönguleið frá grunnskólanum er meðfram lóðinni. Hafði 15 spýtum verið sparkað úr grindverkinu og hlið hafði einnig verið skemmt. Var síðasta skemmdarverkið framið í fyrradag að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024