Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir unnar á björgunarsveitarbíl í Grindavík
Björgunarsveitarbíll úr Grindavík. Mynd úr safni.
Föstudagur 25. október 2013 kl. 12:58

Skemmdir unnar á björgunarsveitarbíl í Grindavík

Skemmdir voru unnar á  björgunarsveitarbíl í vikunni, þar sem hann stóð fyrir utan björgunarsveitarhúsið í Grindavík. Atvikið var tilkynnt lögreglunni á Suðurnesjum og reyndist vera stór beygla á frambretti bílsins. Þá tilkynnti íbúi í umdæminu að afturrúða hefði verið brotin í bifreið sinni þar sem bíllinn stóð á bílastæði í Keflavík. Afturrúða í annarri bifreið sem stóð í næsta stæði við fyrrgreinda bílinn hafði einnig verið brotin.

Þá bárust lögreglu tilkynningar um að farið hefði verið inn í fjórar bifreiðir í umdæminu. Rótað hafði verið til í þremur þeirra en ekkert tekið. Úr hinni fjórðu hafði hins vegar verið stolið veski með um fimmtán þúsund krónum í reiðufé. Veskið fannst svo hrímað í runna og var þá búið að tæma það.

Lögregla rannsakar málin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024