Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdir unnar á bifreið
Þriðjudagur 7. júní 2005 kl. 09:34

Skemmdir unnar á bifreið

Tilkynnt var að skemmdir hefðu verið unnar á bifreið sem stóð í vegaröxl á Reykjanesbraut, ekki langt frá mislægu gatnamótunum að Vatnsleysuströnd.  Kom í ljós að búið var að brjóta rúðu í bifreiðinni og sá eða þeir sem þarna voru að verki farið inn í bifreiðina og tekið framhlið (front) úr hljómflutningstækjum.  Mun þetta hafa átt sér stað einhvern tímann um helgina að sögn eiganda bifreiðarinnar.

Lögreglu var tilkynnt um árekstur á Heiðarbraut í Keflavík.  Litlar skemmdir urðu á ökutækjum og engin slys á fólki.

Einn ökumaður var kærður fyrir að hafa filmur í fremri hliðarrúðum.


Vf-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024