Skemmdi dekk og felgu á Hafnargötu
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í Reykjanesbæ í gær. Í fyrra tilvikinu skemmdust dekk og felga undan bifreið sem var ekið ofan í holu á Hafnargötu. Í því seinna rákust bifreiðar saman á Hólagötu án þess að meiðsl yrðu á fólki.
Í gærdag voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðar ók var tekinn á 132 á Sandgerðisvegi þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km hraði.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Heiðarbergs og Hringbrautar og fjórir stöðvaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur.
Í gærdag voru tveir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðar ók var tekinn á 132 á Sandgerðisvegi þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km hraði.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á mótum Heiðarbergs og Hringbrautar og fjórir stöðvaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur.