Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdi bifreið og stakk af
Mánudagur 8. september 2014 kl. 14:00

Skemmdi bifreið og stakk af

Sýndi engin merki um að hann ætlaði að stöðva bifreið sína.

Ekið var utan í hlið bifreiðar í Keflavík um helgina þannig að töluverðar skemmdir urðu á henni, rispur eftir endilangri hliðinni, auk þess sem hliðarspegill brotnaði. Bifreiðin var á ferð þegar önnur bifreið kom á móti henni með fyrrgreindum afleiðingum. Sá sem valdur var að atvikinu ók í burtu án þess að sýna nein merki um að hann ætlaði að stöðva bifreið sína. Lögreglan hafði skömmu síðar upp á viðkomandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024