Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:15
SKEMMDARVERK VIÐ NJARÐVÍKURHÖFN
Skemmdarverk voru unnin á bílum og tengivögnum sem stóðu við Njarðvíkurhöfn. Tilkynningin barst lögreglu um klukkan eitt á aðfaranótt miðvikudags. Um tuttugu hjólbarðar höfðu verið eyðilagðir og goggur notaður til verksins. Lögreglan rannsakar nú málið.