Skemmdarverk við Heiðarhvamm
Íbúar við Heiðarhvamm 2 eru orðnir langþreyttir á skemmdarverkum unglinga í fjölbýlishúsinu, bæði innan sem utan. Heiðarhvammur 2 er á móti Heiðarskóla og segir íbúi í fjölbýlishúsinu að hópur nemenda úr Heiðarskóla megi ekki reykja á lóð skólans: „Það koma hópar nemenda á lóðina til okkar og hanga þar til að reykja, bæði á skólatíma og á kvöldin. Ég hef margoft farið út og týnt upp rusl og sígarettustubba eftir krakkana.“
Íbúinn segir að einhverjir nemendur hafi farið inn í sameign hússins: „Það fóru einhverjir hér inn og einn þeirra steig ofan í málningarfötu og sporaði út teppið í stigaganginum. Það er líka búið að sletta málningu á tröppurnar fyrir aftan húsið og það er búið að spreyja veggina. Fyrir stuttu var rúða brotin. Það er nýbúið að mála allt húsið og við erum orðin rosalega þreytt á þessu. Við höfum kvartað til lögreglu,“ sagði íbúi í Heiðarhvammi 2 í samtali við Víkurfréttir.
Víkurfréttir höfðu sambandi við Gunnar Jónsson, skólastjóra Heiðarskóla og hann sagðist vita af þessu vandamáli: „Við höfum rætt við þá nemendur sem við vitum að eru að reykja. Við höfum einnig rætt við foreldra þessara nemenda og það er í raun það eina sem við getum gert,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir.
Íbúinn segir að einhverjir nemendur hafi farið inn í sameign hússins: „Það fóru einhverjir hér inn og einn þeirra steig ofan í málningarfötu og sporaði út teppið í stigaganginum. Það er líka búið að sletta málningu á tröppurnar fyrir aftan húsið og það er búið að spreyja veggina. Fyrir stuttu var rúða brotin. Það er nýbúið að mála allt húsið og við erum orðin rosalega þreytt á þessu. Við höfum kvartað til lögreglu,“ sagði íbúi í Heiðarhvammi 2 í samtali við Víkurfréttir.
Víkurfréttir höfðu sambandi við Gunnar Jónsson, skólastjóra Heiðarskóla og hann sagðist vita af þessu vandamáli: „Við höfum rætt við þá nemendur sem við vitum að eru að reykja. Við höfum einnig rætt við foreldra þessara nemenda og það er í raun það eina sem við getum gert,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir.