Fréttir

Skemmdarverk unnin á Skessunni og ljóskösturum
Önnur tönninn á Skessunni hafði verið brotin úr en hafnarstarfsmenn eru nú búnir að setja nýja tönn í.
Föstudagur 1. júlí 2016 kl. 15:00

Skemmdarverk unnin á Skessunni og ljóskösturum

Skessan í Hellinum við smábátahöfnina í Grófinni hefur orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Starfsmenn Reykjaneshafnar hafa að undanförnu lagað eina tánna á henni sem var brotin, sem og fingur. Þá var skipt um læri á henni á dögunum og í morgun sinntu hafnarstarfsmenn tannviðgerðum á Skessunni en önnur framtönnin hafði verið brotin úr.

Skemmdarverk hafa einnig verið unnin á sex af átta ljóskösturum við tankinn á Vatnsholti. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ljósmyndir af Facebook-síðunni Reykjanesbær - Gerum góðan bæ betri.