VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Skemmdarverk unnin á Reynisheimilinu í Sandgerði
Mánudagur 19. ágúst 2024 kl. 13:35

Skemmdarverk unnin á Reynisheimilinu í Sandgerði

Einhvern tíma eftir í hádegi í gær, sunnudag, varð sá leiði atburður að brotist var inn í áhaldageymslu við Reynisheimilið við Stafnesveg í Sandgerði. Unnin voru skemmdarverk á húsnæði og búnaði í geymslunni og eins á Reynisheimilinu sjálfu.

„Við Reynisfólk erum ákaflega sorgmædd yfir því að einhver skuli hafa í sér að fremja svona skemmdarverk og sjáum fram á nokkurn kostnað vegna þessa auk þeirra óþæginda sem svona verknaður veldur. Innbrotið var að sjálfsögðu tilkynnt til lögreglu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, formaður Reynis, í færslu á samfélagsmiðlum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Líklegast var/voru skemmdarvargurinn/skemmdarvargarnir á ferðinni einhvern tíma á milli kl. 14:00 og 17:00 á sunnudag. Ef einhver hefur upplýsingar sem gætu hjálpað við að upplýsa málið er viðkomandi beðin um að hafa beint samband við lögregluna eða þau hjá Knattspyrnufélaginu Reyni.

VF jól 25
VF jól 25