Skemmdarverk unnin á nýrri flugbraut Flugmódelfélagsins
Tilkynnt var í gær um skemmdarverk við nýjan flugvöll Flugmódelfélags Suðurnesja sem er skammt frá Seltjörn. Ökumaður eða ökumenn torfærubifhjóla hafa spólað á brautinni auk þess að aka á nýlögðu grasi við hlið hennar. Hefur þetta gerst einhverja síðustu daga.
Í gær var tilkynnt um innbrot í heimahús í Njarðvík en farið hafði verið inn um glugga. Íbúi hússins saknaði bíllykla og GSM síma. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í Sandgerði en þar hafði verið skorið á hjólabarða bifreiðar.
Í gær var tilkynnt um innbrot í heimahús í Njarðvík en farið hafði verið inn um glugga. Íbúi hússins saknaði bíllykla og GSM síma. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í Sandgerði en þar hafði verið skorið á hjólabarða bifreiðar.