Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 20. ágúst 2002 kl. 13:38

Skemmdarverk unnin á leikvelli

Undanfarin kvöld eða nætur hafa verið unnin skemmdarverk á róluvelli sem stendur við Miðtún í Keflavík. Þar hafa tvær dagmæður aðstöðu til að gæta barna. Lesandi hafði samband við Víkurfréttir og greindi frá því að sandkassi hafi verið skemmdur ásamt því að reynt hafi verið að kveikja í sorpgeymslu á staðnum.Þar sem róluvöllurinn er miðsvæðis er ekki ólíklegt að fólk hafi orðið vart við mannaferðir á svæðinu og dagmæðurnar væru ánægðar ef fólk gæti komið upplýsingum til þeirra eða lögreglunnar um hverjir skemmdarvargarnir eru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024