Skemmdarverk unnin á bifreið
Bíleigandi tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni, að búið væri að spreyja og rispa bifreið hans sem stóð fyrir utan söluturn í Keflavík. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að fjólublá málning var á hægri hlið bílsins og á hægri framluktinni. Á vinstri hlið hans var löng rispa. Lögreglan rannsakar málið.