Skemmdarverk unnin á bát
Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í gær þess efnis að skemmdarverk hefðu verið unnin á bát sem stóð á landi í Vogum.
Búið var að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vélina. Einnig var búið að taka ýmsa hluti úr bátnum og henda þeim út og suður. Má þar nefna neyðarblys, sjúkrakassa, árar og fiskverkunarhnífa.
Búið var að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vélina. Einnig var búið að taka ýmsa hluti úr bátnum og henda þeim út og suður. Má þar nefna neyðarblys, sjúkrakassa, árar og fiskverkunarhnífa.
Málið er í rannsókn.