Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk unnin á bát
Símon Georg Jóhannsson birtir þessar myndir af bátnum á síðunni Vogar - fallegi bærinn okkar.
Þriðjudagur 16. október 2018 kl. 13:08

Skemmdarverk unnin á bát

Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í gær þess efnis að skemmdarverk hefðu verið unnin á bát sem stóð á landi í Vogum.

Búið var að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vélina. Einnig var búið að taka ýmsa hluti úr bátnum og henda þeim út og suður. Má þar nefna neyðarblys, sjúkrakassa, árar og fiskverkunarhnífa.
 
Málið er í rannsókn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024