Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk unnið Kirkjubólsvelli í Suðurnesjabæ
Sunnudagur 17. desember 2023 kl. 13:27

Skemmdarverk unnið Kirkjubólsvelli í Suðurnesjabæ

Ófögur sjón blasti við fólki í Kirkjubólsvelli, golfvelli Golfklúbbs Sandgerðis, um helgina. Svo virðist sem bifreið hafi verið ekið þvers og kruss um golfvöllinn og hann spólaður upp á nokkrum svæðum.

Hvenær ódæðið átti sér nákvæmlega stað er ekki vitað en stjórn Golfklúbbsins mun skoða upptökur af myndavélum og þá vonandi kemur í ljós hver var þarna á ferð.

Fólk er beðið um að hafa samband við Lárus Óskarsson, formann klúbbsins, ef það hefur orðið vart við bílaumferð á vellinum í gær laugardag eða á föstudagskvöldið. Talið er nokkuð víst að skemmdarverkið var unnið í skjóli myrkurs, segir í færslu á síðunni Íbúar Suðurnesjabæjar á Facebook. Myndirnar tók Marta Eiríksdóttir.












Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024