Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarverk og árekstur við FS í dag
Fimmtudagur 10. mars 2005 kl. 21:59

Skemmdarverk og árekstur við FS í dag

Óprúttnir einstaklingar rispuðu bifreið við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í dag, var bifreiðin á bifreiðaplaninu við skólann og var það á vinstri hlið hennar sem skemmdarverkin voru unnin. Þetta kemur fram í vefdagbók lögreglunnar í Keflavík. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Einnig var tilkynnt um árekstur við FS, smávægilegar skemmdir urðu á ökutækjum en engin slys voru á fólki.

VF-loftmynd/ Oddgeir Karlsson

 

 


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024