Skemmdarverk á strandleið
Ljósastaurar á hluta strandleiðarinnar svokölluðu, á bakvið gömlu sundmiðstöðina í Keflavík, hafa verið sparkaðir niður og eyðilagðir.
Ekki er vitað hver stóð fyrir skemmdarverkinu en ætla má að skemmdirnar hafi verið unnar í skjóli nætur, þar sem strandleiðin er vinsæl göngu- og skokkleið með ströndinni í Reykjanesbæ.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson