Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skemmdarvargar í Reykjanesbæ
Föstudagur 23. september 2005 kl. 09:56

Skemmdarvargar í Reykjanesbæ

Skemmdarvargar voru á sveimi í Reykjanesbæ í gær en lögregla fékk tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum. Rétt fyrir átta í gærmorgun fékk lögregla tilkynningu um eignaspjöll á bifreið utan við íbúðarhúsnæði á Hringbraut í Keflavík. Búið var að brjóta afturrúðuna í bifreiðinni. Rúðan hafði verið brotin með því að henda rauðamölsgrjóti í hana. Bifreiðin sem var skemmd er af gerðinni Toyota Avensis, skutbifreið, vínrauð að lit.

Hin bifreiðin var fyrir utan Myllubakkaskóla í Keflavík og fékk lögreglan tilkynningu um eignaspjöll rétt eftir hádegi í gær. Búið var að setja dæld á afturhluta bifreiðarinnar ofan við annað afturljósið. Einnig var búið að brjóta afturljósið. Bifreiðin sem var skemmd er af gerðinni Peugeot 206, svört að lit.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um skemmdirnar á þessum bifreiðum síðastliðna nótt vinsamlegast hafði samband við lögregluna í Keflavík í síma 420-2400
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024