Skemmdarvargar á ferð um Bergið
Skemmdarvargar hafa látið til sín taka á Berginu við Keflavík. Þar hafa a.m.k. þrír bekkir verið eyðilagðir. Göngufólk sem fór um Bergið í gær tjáði Víkurfréttum að þrír af fjórum bekkjum við gönguleiðina um Bergið hafi verið eyðilagðir.Ekki er vitað hver stóð fyrir þessum skemmdarverkum sem eru bagaleg og þeim sem stóðu að þeim til skammar.