Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:21

SKEMMDARVARGAR Á FERÐ Í ROCKVILLE

Talsverðar skemmdir hafa verið unnar í Rockville, sem áður var ratsjárstöð hersins á Keflavíkurflugvelli. Eins og kunnugt er mun m.a. endurhæfingastöðin Byrgið fá inni í Rockville og er gert ráð fyrir að starfsemi hefjist á næstu mánuðum. Svæðið er ekki vaktað og hafa óprúttnir skemmdarvargar klippt stórt gat á girðinguna og framið frekari skemmdir á húsnæði. Hjálmar Árnason, þingmaður sem hafði milligöngu með því að Byrgið fengi aðstöðu í Rockville sagði þetta sorglega staðreynd en vonaðist til að svæðið fengi að vera í friði fyrir skemmdarvörgum. Reynt verður að koma upp gæslu tímabundið á svæðinu. Eins og komið hefur fram mun starfsemi einangrunarstöðvar fyrir gæludýr einnig hefjast í Rockville á haustmánuðum. Þá hafa fleiri fyrirtækið sýnt áhuga á Rockville og vitað er um eitt erlent sem er að skoða þau mál þessa dagana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024