Skemmdarvargar á ferð
Íbúar í Vogum urðu heldur betur fyrir barðinu á skemmdarvörgum um helgina en töluverðar skemmdir voru unnar á fjórum bifreiðum. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.Tilkynnt var um að stungið hefði verið á sæti bifreiðar, sem stóð við Vogagerði í Vogum, og allar rúður hennar brotnar nú um helgina. Fólksbifreið sem lagt var í Brunnastaðahverfi, var einnig eyðilögð sl. laugardag, en hún var öll dælduð og rispuð og allar rúður hennar brotnar.Annar bílaeigandi hafði samband við lögreglu á sunnudag, en reynt hafði verið að brjótast inn í tvær bifreiðar sem stóðu við hús hans í Vogum. Báðar framhurðir voru mikið skemmdar en vörgunum tókst ekki að komast inn í bílana til að svala skemmdarfýsnum sínum enn frekar.