Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skelkaður með fugl á þakinu
Fimmtudagur 30. maí 2013 kl. 13:53

Skelkaður með fugl á þakinu

Sum útköll sem berast lögreglu eru sem betur fer ekki eins alvarleg og ætla mætti í fyrstu.

Sem dæmi má nefna að íbúi á í umdæminu hafði nýlega samband við lögregluna á Suðurnesjum og tjáði henni, mjög skelkaður, að það væri einhver, líklega innbrotsþjófur, að gaufa uppi á þaki hjá sér. Þyrði hann sig hvergi að hreyfa fyrr en lögreglan kæmi.

Lögreglumenn brugðu skjótt við og hröðuðu sér á vettvang, svo þeir næðu að góma kauða. Þegar þangað var komið sáu þeir að sá eltingaleikur yrði ekki auðveldur. Uppi á þaki hússins spígsporaði nefnilega bústinn mávur, sem hjó nefi sínu öðru hvoru niður, svona eins og til að undirstrika að hann væri þarna í fullum rétti. Honum varð þó svo um þegar hann varð var við umgang við húsið, að hann hóf sig á loft og hvarf út í hafsauga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024