Skelfur sunnan við Þorbjörn
Tveir jarðskjálftar sem eru yfir M2 af stærð hafa orðið við Þorbjörn í morgun. Fyrri skjálftinn varð um stundarfjórðungi fyrir kl. 7 í morgun. Hann mældist M2,2 með upptök á 5,8 km. dýpi 1,2 km. SV af Þorbirni. Seinni skjálftinn var M2,3 og með upptök á 4,7 km. dýpi 1,2 km. SSV af Grindavík. Hann varð kl. 11:11 í morgun. Skjálfti upp á M1,4 fylgdi í kjölfarið tíu mínútum síðar.
Landris heldur áfram. Jarðskjálftavirkni á svæðinu heldur áfram að aukast dag frá degi en síðustu viku hafa orðið á fimmta hundrað skjálfta á svæðiænu. Þetta eru vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos. Því eru auknar líkur á að það dragi til tíðinda á næstu dögum.