Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skelfileg orð um Hauk Inga og fjölskyldu hans
Þriðjudagur 2. júní 2009 kl. 15:51

Skelfileg orð um Hauk Inga og fjölskyldu hans

- Knattspyrnudeild Keflavíkur harmar dónaskap stuðningsmanna Stjörnunnar.


Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem deildin harmar framkomu stuðningsmanna Stjörnunnar á leik Keflavíkur og Stjörnunnar í gærkvöldi. Höfð voru orð um Hauk Inga Guðnason og fjölskyldu hans, sem eins og segir í yfirlýsingu Knattspyrnudeildar Keflavíkur „voru skelfileg og algjörlega úr takt við allt sem heyrist á kvattspyrnuvöllum, og er stuðningsmönnum og öllum Stjörnumönnum til skammar“.

Knattspyrnuvefurinn Fotbolti.net sá ástæðu í gærkvöldi í beinni textalýsingu frá leik Keflavíkur og Stjörnunnar að vekja athygli á dónalegum söng stuðningsmanna Stjörnunnar. Sagði á vefnum: „20.41: Stuðningsmenn Stjörnunnar syngja býsna dónalegan söng til Hauks Inga Guðnasonar sem ekki verður hafður eftir hérna, en hann var býsna grófur og án alls vafa neðan beltisstaðar“.

Meðfylgjandi er tilkynning Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem barst nú áðan:

„Kvörtun vegna stuðningsmanna Stjörnunnar.
 
Knattspyrnudeild Keflavíkur harmar framkomu stuðningsmanna Stjörnunnar á leik Keflavíkur og Stjörnunnar mánudaginn 1 júní,  Eins og sést hér að neðan sem er textalýsing á fotbolti.net  eru þau orð sem höfð voru um Hauk Inga og hans fjölskydu ekki höfð eftir þar sem þau voru skelfileg og algjörlega úr takt við allt sem heyrist á kvattspyrnuvöllum ,og er stuðningsmönnum og öllum Stjörnumönnum til skammar. Við viljum hvetja alla stuðningsmenn til að hvetja sín lið á jákvæðan hátt og útrýma svona DÓNASKAP.
 
Tekið af  fotbolti.net          
20.41: Stuðningsmenn Stjörnunnar syngja býsna dónalegan söng til Hauks Inga Guðnasonar sem ekki verður hafður eftir hérna, en hann var býsna grófur og án alls vafa neðan beltisstaðar.
 

f.h.stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur
Þorsteinn Magnússon formaður“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024