Skaut löggunni ref fyrir rass!
Vegfarandi um Garðveg verð fyrir því óhappi seint í gærkvöldi að keyra á ref á veginum þegar komið var inn í bæinn. Við óhappið særðist dýrið og lá þannig á veginum. Vegfarandinn kallaði til lögregluna í Keflavík með skotvopn til að binda enda á þjáningar dýrsins.Áður en lögreglan kom á vettvang kom hins vegar önnur bifreið og keyrði yfir sært dýrið á veginum og drap það. Þar með skaut hann löggunni ref fyrir rass, ef svo má að orði komast og losaði lögregluna við ómakið að skjóta dýrið. Ekki er vitað hvort refurinn er eldisrefur eða villt dýr.
Myndin: Refur sem varð fyrir bíl á Miðnesheiði í vor.
Myndin: Refur sem varð fyrir bíl á Miðnesheiði í vor.