Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skátar leggja af stað á Landsmótið
Þriðjudagur 19. júlí 2005 kl. 12:09

Skátar leggja af stað á Landsmótið

Það var líflegur hópur skáta sem var mættur í Skátaheimilið í morgun. Förinni var heitið á Landsmót skáta sem er haldið á Úlfljótsvatni að þessu sinni. Ánægjan skein úr andliti ungmenanna og spennan var nánast áþreifanleg. Aðskilnaður við mömmu og pabba var ekkert mál enda ætla margir foreldrar að mæta á landsmótið um helgina. Þangað til bera ungmennin ábyrgð á sjálfum sér með smá aðstoð frá flokksforingjum.

Það verður ekki hætta á að þessi kynslóð sem er alin upp við hlið sjónvarps og tölvuleikja eigi eftir að sakna nútíma þæginda. Þar sem lögð er áhersla á að dagskráin sé gefandi og krefst hún virkrar þátttöku.

Kvölddagskráin hefst með setningarathöfn í kvöld, á miðvikudag verður leikur í anda þema mótsins sem er Orka jarðar. Fimmtudag, föstudag og sunnudag verður torgadagskrá. Þar sem farið verður á varðelda og í leiki þar sem allir á torginu munu hittast. Laugardagskvöld verður svo aðalvarðeldurinn. Á loka degi mótsins verður dansleikur.

Þar sem búist er við fjölda gesta á mótið á laugardaginn verða skátafélögin með sérstaka og frumlega kynningu á heimabæ sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024