Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:14

Skátafélögin vantar tvær milljónir til að laga húsnæðisvanda sinn

Forsvarsmenn skátafélagsins Heiðarbúa í Keflavík hafa óskað eftir við tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar að fá fjárstuðning til viðhalds á skátahúsinu við Hringbraut 101. Kostnaðaráætlunin hljóðar uppá tæpar tvær milljónir króna. TÍR tók málið til umfjöllunar á fundi sínum nýverið. Ráðið segist ekki geta veitt fé til framkvæmdanna því ekki hafi verið gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun fyrir árið 2000. Það vill samt reyna eftir fremsta megni að aðstoða skáta í Keflavík og Njarðvík varðandi húsnæðismál.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024