Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skartgripir Fjólu gullsmiðs á sýningu
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 20:59

Skartgripir Fjólu gullsmiðs á sýningu

Um þessar mundir er Félag íslenskra gullsmiða 80 ára og er félagið meðal elstu starfandi félaga á Íslandi í dag. Í tilefni afmælisins er haldin skartgripasýning í Gerðasafni í Kópavogi þar sem um 30 gullsmiðir sýna skartgripi sína.
Fjóla Þorkellsdóttir gullsmiður í Reykjanesbæ sýnir skartgripi á sýningunni, en verk eftir hana prýðir boðskort sem sent var út í tilefni sýningarinnar. „Ég fékk þann heiður að skartgripur frá mér prýddi boðskortið og það var náttúrulega mjög gaman. Á sýningunni eru nokkrir gripir eftir mig og ég vil bara hvetja alla sem áhuga hafa á skartgripum að skoða sýninguna," sagði Fjóla gullsmiður í samtali við Víkurfréttir.
Sýningin stendur yfir til 19. desember.

Myndin: Fjóla með boðskortið sem prýðir mynd af einu verka hennar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024