Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. febrúar 1999 kl. 19:34

SKAPAR FULLA VINNU FYRIR 5-6 MANNS

Skarfaklettur GK 3 verður að Skarfakletti GK 302: Nýr smábátur kom til hafnar í Gróf fyrir síðustu helgi. Þar var á ferðinni Gunnar Þór Grétarsson með nýjan Skarfaklett GK. Jóhannse A. Kristbjörnssno blaðamaður og Hilmar Bragi ljósmyndari voru á kajanum og tóku útgerðarmanninn tali. Gunnar Grétarsson, trillukarl og útgerðarmaður, hefur ráðist í endurnýjun á bát sínum. Hann hugðist upphaflega aðeins auka burðargetu gamla bátsins en komst að þeirri niðurstöðu að vænlegra væri að láta smíðan nýjan bát af sömu stærð. Nýji báturinn er 5,8 tonna trefjabátur af gerðinni Cleopatra 28 með 350 cc Cummings vél byggður af Trefjum efh. Hann er búinn fullkomnasta tækjabúnaði sem völ á í dag og vandað til hans í hvívetna. Blm. Víkurfrétta tók Gunnar tali, óskaði honum til hamingju með nýja bátinn og spurði hann hvað væri unnið með endurnýjuninni? ,,Þessi bátur er öruggari og burðarmeiri en gamli báturinn. Tækjabúnaðurinn skilar bættum vinnubrögðum og aukinni sjálfvirkni og ýmsar nýjungar auka öryggi bátsins auk þess sem sífellt auknum kröfum Fiskistofu er auðveldara að mæta í nýja bátnum.” Nú dynja á almenningi yfirlýsingar kvótalausra eða kvótalítilla útgerðarmanna um ómögulegt ástand sjávarútvegsins. Er ekki mikil áhætta að leggja í fjárfestingu á þessum tímapunkti? Ég væri ekki í þessu ef ég væri ekki bjartsýnn að eðlisfari. Nýlega samþykkt frumvarp gefur mér kost á að nota gamla bátinn þangað til sá nýji er tilbúinn en áður hefði ég þurft að byggja utan um hluta af gamla bátnum og þannig setið í landi í langan tíma. Annars hefur stór hluti af mínum afla komið um aukategundir, sem frjáls veiði er á í dag, en í september 2000 verður settur kvóti á aukategundir. Ég er þessari kvótasetningu ósammála og tel þessar veiðar umhverfisvænar því litlu bátarnir eru að koma inn með hverja bröndu sem kemur um borð en ljóst að eftir kvótasetninguna munu trillusjómennirnir lenda í vandræðum með það. Kvótasetningin 2000 eykur verðmæti útgerðar minnar en minnkar tekjumöguleikana og gagnast mér því lítið því ég er ekki á leiðinni í neitt brask með lifibrauðið. Í dag hafa 5-6 aðilar fulla atvinnu af bátnum en skerðist tekjumöguleikarnir við kvótasetningu aukategunda breytist það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024