Skákmeistarar týnast til landsins
Skákmeistarar týnast nú hver af öðrum til landsins, en á morgun hefst stórmót Hróksins að Kjarvalstöðum og stendur mótið til 27. febrúar. Meðal keppenda er hinn 72 ára gamli stórmeistari Viktor Korchnoj, en hann hefur m.a. keppt tvisvar sinnum um heimsmeistaratitilinn í skák og verið einn fremsti skáksnillingur heims um árabil. Stórmót Hróksins er eitt hið sterkasta í heiminum á þessu ári. Mótið er tileinkað börnum, en mikil skákvakning er meðal ungu kynslóðarinnar. Sunnudaginn 23. febrúar verður svo Skákdagur fjölskyldunnar haldin með pompi og prakt. Haldið verður barnaskákmót og gestum býðst að spreyta sig í fjöltefli gegn meisturunum. Boðið verður upp á veitingar og margvísleg skemmtiatriði.
Í tengslum við skákveislu Hróksins á Kjarvalsstöðum verður gefið út mjög veglegt tímarit og sérstök heimasíða sett upp, þar sem skákirnar verða sýndar í beinni útsendingu. Þær verða jafnframt sendar út á vinsælustu skáksíðu Internetsins, www.chessclub.com og má gera ráð fyrir að þúsundir um allan heim fylgist með gangi mála á Kjarvalsstöðum.
VF-ljósmynd: Hrafn Jökulsson formaður Hróksins tók á móti Korchnoj og konu hans við komuna til Íslands síðdegis.
Í tengslum við skákveislu Hróksins á Kjarvalsstöðum verður gefið út mjög veglegt tímarit og sérstök heimasíða sett upp, þar sem skákirnar verða sýndar í beinni útsendingu. Þær verða jafnframt sendar út á vinsælustu skáksíðu Internetsins, www.chessclub.com og má gera ráð fyrir að þúsundir um allan heim fylgist með gangi mála á Kjarvalsstöðum.
VF-ljósmynd: Hrafn Jökulsson formaður Hróksins tók á móti Korchnoj og konu hans við komuna til Íslands síðdegis.