Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skákhelgi í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 21. nóvember 2006 kl. 10:05

Skákhelgi í Reykjanesbæ

Skákfélag Reykjanesbæjar, Skákfélagið Hrókurinn, Hrafn Jökulsson og Reykjanesbær standa fyrir Skák-Helgi í Reykjanesbæ dagana 25. -2 6. nóvember nk.
Að auki verða grunnskólar í bænum heimsóttir og skákin kynnt m.a. með fjölteflum í skólunum.

Laugardaginn 25. nóvember kl. 11:00 er skákmót Skákfélags Reykjanesbæjar þar sem 4 efstu fá þátttöku í afmælismóti Helga Ólafssonar í Listasal Duus húsa daginn eftir. Fjöltefli Ivan Sokolovs í Heiðarskóla verður kl. 14:00 og eru skákáhugamenn á Suðurnesjum hvattir til þátttöku og líta við í Heiðaskóla og sjá meistara Sokolov berjast við Suðurnesjamenn.
Sunnudaginn 26. nóvember verður Afmælismót Helga Ólafssonar haldið í Listasal Duus húsa og hefst mótið kl. 12:00 og stendur til kl. 16:00.  Mótið er opið gestum og hvetjum við fólk til að líta við í Listasal Duushúsa og sjá meistarana með eigin augum berjast til sigurs í mótinu, en vegleg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara mótsins. Eins verða skákirnar sýndar á tjaldi í Bíósal Duss húsa og umræður um frammistöðu keppenda ræddar af skákspekingum.
Í mótinu taka þátt eftirtaldir Stórmeistarar auk afmælisbarnsins Helga Ólafssonar, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Ivan Sokolov, Jón L. Árnason, Friðrik Ólafsson, Hannes H. Stefánsson, Guðmundur Sigurjónsson, Hendrik Danielsen, Þröstur Þórhallsson, Helgi Áss Grétarsson, Lenka Ptacnikóva, Róbert Harðarson og fl.

Í tilefni mótsins verður gefið út skákblað með Víkurfréttum sem kemur út í mótsvikunni eða 23. nóvember. Mótinu verður sjónvarpað beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og eins á netinu.
Skákstjóri verður Gunnar Björnsson, en útsendingu á netinu annast Halldór Grétarsson og Kristian Guttesen. Skákútsendingu  í sjónvarpi verður lýst af Hermanni Gunnarssyni
Aðgangur að mótinu er ókeypis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024