Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Skagagarðurinn verður nýr ferðamannastaður í Garði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 24. apríl 2020 kl. 12:53

Skagagarðurinn verður nýr ferðamannastaður í Garði

Suðurnesjabær fær styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Suðurnesjabær fær tvo styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í tvö verkefni fyrir samtals tæpar fimmtán milljónir króna. Sem liður í sérstöku fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19-faraldursins hefur sérstöku viðbótarfjármagni að fjárhæð 200 milljónum króna verið ráðstafað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Með því verður unnt að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, m.a. til að stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.

Suðurnesjabær hafði sótt um styrki úr sjóðnum vegna tveggja verkefna, sem höfðu ekki verið samþykktar í fyrri úthlutun. Þessi verkefni hljóta nú framlög í þeirri viðbótarúthlutun sem tilkynnt var af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í vikunni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Annars vegar er verkefnið „Aðkomusvæði við Skagagarðinn“, nýr ferðamannastaður í Garði. Verkefnið felur í sér hönnun og verklegar framkvæmdir. Skagagarðurinn er ævafornt mannvirki sem byggt var á 11. öld og með þessu verkefni er unnið að því að gera Skagagarðinn sýnilegan og vekja athygli á honum.

Áætlaður kostnaður við verkefnið er alls 14.600.000 og er styrkfjárhæð kr. 11.680.000.

Hitt verkefnið er göngustígur frá Útskálakirkju að höfn í Garði. Verkefnið felst í undirbúningi og hönnun á göngustíg með ströndinni frá Útskálakirkju að hafnarsvæði. Um er að ræða áframhald á göngustíg sem liggur meðfram ströndinni frá Garðskaga að Útskálakirkju. Í þessum áfanga er ekki gert ráð fyrir verklegum framkvæmdum.

Áætlaður kostnaður er kr. 3.800.000 og er samþykkt styrkfjárhæð kr. 3.040.000.

SJÁIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR 62 BLS. TROÐFULLAR AF FLOTTU EFNI!

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25