Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skafbylur snemma í fyrramálið
Einar Guðberg áhugaljósmyndari tók þessa mynd yfir stilltum Stakksfirðinum og sýnir Keflavík og Njarðvík í logni og vetrarblíðu, en myndin gæti líklega heitir „Lognið á undan storminum“.
Mánudagur 30. nóvember 2015 kl. 17:23

Skafbylur snemma í fyrramálið

- Lögreglan mælir með því að fólk verði heima í rólegheitum

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna óveðurs á landinu á morgun, þriðjudaginn 1. desember. Spáin fyrir landið sunnanvert er á þann veg að það verður vaxandi austanátt í nótt. Snemma í fyrra­málið má bú­ast við slæmu skyggni vegna skafrenn­ings víða suð-vest­an­lands, þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu og á Reykja­nes­braut. Upp úr klukkan 6 í fyrramálið verður skafbylur á Reykjanesi. Þegar líður á morguninn hvessir enn og fer að snjóa og má bú­ast við mik­illi snjó­komu fram eft­ir degi. Síðdeg­is milli kl 15:00 og 18:00 snýst vind­ur í hæg­ari vest­anátt með élja­gangi, fyrst á Reykja­nesi. 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir með því á Facebook-síðu sinni að hafi fólk tök á, verji það morgundeginum í smákökubakstur, lagi sér heitt kakó og hlusti á jólalögin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024