Skafbylur snemma í fyrramálið
- Lögreglan mælir með því að fólk verði heima í rólegheitum
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna óveðurs á landinu á morgun, þriðjudaginn 1. desember. Spáin fyrir landið sunnanvert er á þann veg að það verður vaxandi austanátt í nótt. Snemma í fyrramálið má búast við slæmu skyggni vegna skafrennings víða suð-vestanlands, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut. Upp úr klukkan 6 í fyrramálið verður skafbylur á Reykjanesi. Þegar líður á morguninn hvessir enn og fer að snjóa og má búast við mikilli snjókomu fram eftir degi. Síðdegis milli kl 15:00 og 18:00 snýst vindur í hægari vestanátt með éljagangi, fyrst á Reykjanesi.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir með því á Facebook-síðu sinni að hafi fólk tök á, verji það morgundeginum í smákökubakstur, lagi sér heitt kakó og hlusti á jólalögin.