Sjúkraþjálfun Suðurnesja opnar á nýjum stað
Sjúkraþjálfun Suðurnesja hefur flutt starfsemi sína að Hafnargötu 15, þar sem Kóda var áður til húsa. Það hefur tekið á þriðja mánuð að fullbúa húsnæðið og sjá má að miklar breytingar hafa verið gerðar innandyra til að gera starfsemina sem aðgengilegasta fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Í gærkveldi var haldið opnunarhóf á staðnum þar sem gestum var boðið upp á glæsilegar veitingar. Fjöldi fólks mætti til að samfagna þessari nýju og glæsilegu aðstöðu.
Húsnæðið er rúmir 150 fm. og er nú orðið hið glæsilegasta. Staðsetning stofunnar er mjög góð, þarna eru næg bílastæði og aðgangur góður að öllu leiti. Í dag starfa tveir sjúkraþjálfarar á stofunni, þau Björg Hafsteinsdóttir og Falur Helgi Daðason.
Húsnæðið er rúmir 150 fm. og er nú orðið hið glæsilegasta. Staðsetning stofunnar er mjög góð, þarna eru næg bílastæði og aðgangur góður að öllu leiti. Í dag starfa tveir sjúkraþjálfarar á stofunni, þau Björg Hafsteinsdóttir og Falur Helgi Daðason.