Sjúkrahús Lava Clinic á Ásbrú verði tilbúð næsta sumar
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur fyrir hönd Seltúns ehf. auglýst eftir verktökum til þátttöku í forvali fyrir verklegar framkvæmdir við innréttingu á byggingu nr. 710 á Ásbrú.
Valdir verða allt að 5 aðilar til þátttöku í lokuðu útboði fyrir framkvæmdirnar. Verkið felst í innréttingu u.þ.b. 3.500 m² sérhæfðs sjúkrahúss með skurðstofum og legudeild og skal lokið eigi síðar en 31. maí 2011.
Í tilkynningu á vef Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að þátttakendur í forvalinu skulu skila umsóknum um þátttöku til Verkís hf. í Ármúla 4, Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 2. nóvember 2010, kl. 11:00.